Jarðvirkjun

Nám í jarðvirkjun tengist vinnu við land­mótun, uppgröft, efn­is­flutninga, jarðlagnir og önnur þess háttar verkefni. Fjallað er um fagleg vinnu­brögð, örygg­ismál, gæði og skil­virkni auk þess sem nemendur fá vinnu­véla­rétt­indi og læra umgengni við vélar, merk­ingar vinnusvæða, landmótun og stjórnun.

Mikil tengsl eru við starfandi fyr­ir­tæki ­í grein­inni; grunnþjálfun fer fram í hermum í skól­a en starfsþjálfun úti á vettvangi. Töluvert er því um verklega kennslu og mikil áhersla lögð á nýj­ustu tækni á því sviði.

Þá er hægt að bæta við sig almennu námi og ljúka stúd­ents­prófi af fag­braut jarðvirkj­unar.

Nám

Fjórar annir; grunn- og fagnám auk starfsþjálfunar.

Skólar

Fróðlegt

Jarðvinnsla og sólareldsneytisfræði eru skyld fyrirbæri!

Næsta skref

Fáðu meiri upplýsingar um nám í Jarðvirkjun á heimasíðu Næsta skrefs