Kjötiðn

Verkefni faglærðs kjötiðnaðarfólks felst í að koma alls kyns kjöti og kjötréttum í pakkningar til neytenda. Einnig að setja upp kjötborð, afgreiða og ráðleggja viðskiptavinum um meðferð hráefna, matseld og val á meðlæti.

Starfsstaðir eru gjarnan kjötvinnslur eða kjötdeildir verslana.

Einnig má sérhæfa sig í kjötskurði þ.e. að taka á móti kjöti, úrbeina það, saga og hluta niður.

Kjötiðn er löggilt starfsgrein.

Nám

Um fjögur ár, einnar annar grunnnám en síðan sérgreinar ásamt starfsþjálfun þar sem fylgt er rafrænni ferilbók sem heldur utan um framvindu vinnustaðanámsins.

Fróðlegt

Fjöldi kjúklinga er þrefaldur á við fólksfjölda á jörðinni!

Fáðu meiri upplýsingar um nám í Kjötiðn á heimasíðu Næsta skrefs