Verkefni faglærðs kjötiðnaðarfólks felst í að koma alls kyns kjöti og kjötréttum í pakkningar til neytenda. Einnig að setja upp kjötborð, afgreiða og ráðleggja viðskiptavinum um meðferð hráefna, matseld og val á meðlæti.
Starfsstaðir eru gjarnan kjötvinnslur eða kjötdeildir verslana.
Einnig má sérhæfa sig í kjötskurði þ.e. að taka á móti kjöti, úrbeina það, saga og hluta niður.
Kjötiðn er löggilt starfsgrein.