Listbrautir sem tengjast leik- og sviðslistum bjóða bæði upp á almenna grunnmenntun til frekara náms eða starfa, sem og sérstaka áherslu á þekkingu og færni í ýmsum þáttum sviðsetninga.
Fjallað er um leikgerðir, lýsingu, sviðsmuni, búninga, leikmynd og hljóðvinnslu ásamt þjálfun í raddbeitingu, sviðshreyfingum og leiktækni.