Matartækni

Matartæknar sinna hefðbundinni matreiðslu, til dæmis í mötuneytum skóla og stofnanna, og þurfa því að geta hugað að þörfum einstakra hópa svo sem barna, aldraðra og sjúklinga.

Í starfinu felst einnig að skipuleggja innkaup, setja saman matseðla, búa til hátíðarmat og huga sérstaklega að hollustu og næringargildi matarins.

Matartæknir fær réttindi með leyfisbréfi frá landlækni.

Nám

Um þrjú ár, grunnnám og sérgreinar í skóla, ásamt starfsþjálfun þar sem fylgt er rafrænni ferilbók sem heldur utan um framvindu vinnustaðanámsins.

Fróðlegt

Fyrstu ræktuðu gulræturnar voru fjólubláar!

Fáðu meiri upplýsingar um nám í Matartækni á heimasíðu Næsta skrefs