Veiðarfæratækni

Helstu verkefni í veiðarfæratækni felast í viðgerðum á veiðarfærum, hönnun þeirra og framleiðslu. Einnig tengjast störfin oft netabúnaði fyrir eldiskvíar.

Veiðarfæratækni kallaðist áður netagerð og er löggilt iðngrein.

Nám

Um þrjú ár með starfsþjálfun þar sem fylgt er rafrænni ferilbók sem heldur utan um framvindu vinnustaðanámsins.

Fróðlegt

Fiskinet hafa þróast frá því að vera ofin úr grösum yfir í bómul og síðan gerviefni!

Fáðu meiri upplýsingar um nám í Veiðarfæratækni á heimasíðu Næsta skrefs