Rafveituvirkjar sjá um að dreifa raforku frá orkuverum til notenda. Starfið felst í að setja upp, gera við og viðhalda háspennulögnum og öðrum búnaði sem notaður er við flutning raforkunnar. Starfið getur verið afar fjölbreytt enda raflagnir og háspennulínur að finna út um allar koppagrundir.
Ljúka má stúdentsprófi samhliða námi á öllum rafiðnbrautum og getur slíkt nám reynst góður undirbúningur náms á háskólastigi í greinum á borð við rafiðnfræði, raftæknifræði, verkfræði, eða tölvunarfræði.
Rafveituvirkjun er lögvernduð iðngrein.