Vélvirkjar sinna í raun öllu mögulegu sem tengist vél og tæknibúnaði og er því víða að finna í atvinnulífinu, til dæmis í iðnfyrirtækjum, vinnslustöðvum og orkuveitum.
Verkefni vélvirkja felast í uppsetningu, viðgerðum og viðhaldi á vélbúnaði og er mikilvægt að hafa víðtæka þekkingu á uppbyggingu og viðhaldi véla, kælikerfum og loftstýringum.
Vélvirkjun er löggilt iðngrein.