Íslandsmót iðn- og verkgreina var haldið 18. og 19. mars 2010 í Vetrargarðinum í Smáralind. Mótið var bæði fjölbreytt og skemmtilegt þar sem 130 manns öttu kappi, allt ungt fólk, ýmist nemar eða nýútskrifaðir sveinar í faggreinunum.
Keppnin 2010 var mikill viðburður sem ætlað var að vekja athygli á iðn- og verkgreinum, kynna þær almenningi – ekki síst ungu fólki – og vekja athygli á þeim tækifærum sem felast í námi og störfum í iðngreinum.
Keppt var í eftirtöldum greinum: Málmsuðu, trésmíði, pípulögnum, bíliðngreinum, málaraiðn, dúklagningum, hársnyrtingu, snyrtifræði, grafískri miðlun og ljósmyndun, bakaraiðn, matreiðslu, framreiðslu, kjötiðn, skrúðgarðyrkju og rafvirkjun.
Gullverðlaun á Íslandsmóti Iðn- og verkgreina 2010
Húsasmíði – Birkir Örn Arnarson Tækniskólinn
Pípulagnir – Friðrik Óskarsson Iðnskólinn í Hafnarfirði
Málaraiðn – Guðmundur Kristinn Vilbergsson Tækniskólinn
Dúklagning – Sigurður Lúðvík Stefánsson Tækniskólinn
Skrúðgarðyrkja – Guðmundur Vignir Þórðarson Landbúnaðaháskólinn
Rafvirkjun – Þóra Björk Samúelsdóttir Tækniskólinn
Tækniteikning Inventor – Ingvar Magnússon Iðnskólinn í Hafnarfirði
Grafísk miðlun og Ljósmyndun – Björn Þórisson Tækniskólinn og Rebekka Líf Albertsdóttir Tækniskólinn
Snyrtifræði – Berglind Ósk Bárðardóttir Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
Bakarar – Rebekka Helen Karlsdóttir Hótel- og matvælaskólinn í Kópavogi
Hársnyrtiiðn einstaklingskeppni – Jóhanna Stefnisdóttir Iðnskólinn í Hafnarfirði
Hársnyrtiiðn skólakeppni – Brynja Guðmundsdóttir Tækniskólinn
Málmsuða – Ingvar Magnússon Iðnskólinn í Hafnarfirði
Bifvélavirkjun – Sindri Gunnar Bjarnarson Borgarholtsskóli
Bílamálun – Ásgeir Snorrason Borgarholtsskóli
Framreiðsla Íslandsmót – Ari Thorlacius Ólafsson Hótel- og matvælaskólinn í Kópavogi
Framreiðsla nemakeppni – Sigrún Þormóðsdóttir Hótel- og matvælaskólinn í Kópavogi og Stefanía Höskuldsdóttir Hótel- og matvælaskólinn í Kópavogi
Matreiðsla Íslandsmót – Logi Brynjarsson Hótel- og matvælaskólinn í Kópavogi
Matreiðsla nemakeppni – Ari Þór Gunnarsson Hótel- og matvælaskólinn í Kópavogi og Ylfa Helgadóttir Hótel- og matvælaskólinn í Kópavogi
Kjötiðn – Grétar Þór Björnsson Hótel- og matvælaskólinn í Kópavogi