Náms- og starfsfræðsla

Hugmynd okkar er að til lengri tíma skili bestum árangri að fræða ungt fólk og þjálfa í að taka sjálfstæðar ákvarðanir um nám og störf með tilliti til eigin áhuga og hæfileika. Áherslurnar eru þrenns konar; fræða – skoða – prófa.

Upplýsingar

Aðgengilegar, réttar og fræðandi.

Af hverju?

Nauðsynlegur grunnur undir upplýst náms- eða starfsval.
Næsta skref

Fyrirmyndir

Viðtöl, myndbönd, kynningar og skólaheimsóknir.

Noregur

Samskipti við fyrirmyndir í námi og starfi hafa gefist vel í iðn- og tæknigreinum.
STEM Arbeidsliv

Starfskynningar

Fyrir þau áhugasömustu – prófa, reyna og upplifa.

Samstarf skóla og atvinnulífs

Markviss undirbúningur og eftirfylgd eru lykilatriði.
Skoða

Það er mun skynsamlegra að gera eitthvað verklegt, svo maður sjái hvað maður er að koma sér inn í, en ekki bara sjá þetta á blaði einhversstaðar.

Hvernig er þetta gert annars staðar?

Náms- og starfsfræðsla er sérstök námsgrein í Noregi og hluti af hæfnistefnu þeirra í atvinnulífinu.
Fjölbreytt námsefni, í auknum mæli aðgengilegt á netinu auk vel skipulagðra vinnustaðaheimsókna.
Tilgangi fræðslunnar er vel lýst í þremur myndböndum fyrir foreldra, skóla og stefnumótun.
Finnar tvinna náms- og starfsfræðslu saman við aðrar námsgreinar grunnskóla auk 76 stunda sem skilgreindar eru sérstaklega.
Starfskynningar eru hluti skyldunáms á unglingastigi, sérstaklega skipulagðar til að styðja við upplýst náms- og starfsval.
Í 8. - 9. bekk er skipulögð vikuheimsókn fyrir hvern nemanda út í atvinnulífið, í samvinnu við náms- og starfsráðgjafa.
Í Englandi eru átta viðmið rammi utan um æskilega náms- og starfsfræðslu og ráðgjöf í skólum.
Fimmta viðmiðið segir að hver nemandi ætti að fá regluleg tækifæri til starfskynninga, allt frá 11 ára aldri.
Hugmyndafræði og leiðir er að finna í handbók sem er grunnur að samstarfi skóla og atvinnulífs.

Tækifæri til að hitta og ræða við einhvern sem er starfandi úti á vinnumarkaðnum hafa gríðarlegt gildi fyrir starfsþekkingu ungs fólks. Frásagnir „beint frá bónda“ geta vakið áhuga og hvatt nemendur til að íhuga alls kyns störf sem þau hafa aldrei hugsað um eða jafnvel ekki heyrt um áður. Ef þú finnur rétta fólkið til að tala við nemendur þína mun eldmóður þeirra og ástríða fyrir starfinu, breyta náms- og starfsfræðslunni í eitthvað raunverulegt sem skiptir máli.

Af hverju náms- og starfsfræðsla?

Nemendur verða færari í að takast á við breytilegar aðstæður byggt á sjálfsþekkingu, vitneskju um fjölbreyttar námsleiðir og innsýn í raunverulegt atvinnulíf.
Víðtækari tilgangur en bara að velja námsleið, nýtist bæði nú og til framtíðar og gerir nemendur hæfari í að afla upplýsinga og takast á við skil milli skólastiga eða skóla og atvinnu.
Sýnt hefur verið fram á tengsl við aukinn námsáhuga og skilning á gildi náms fyrir eigin framtíð. Allt helst svo í hendur við markvissari ákvarðanatöku og minna brottfall.