Um vefinn

Nám & störf

Þessi vefur byggir á gömlum grunni en efni undir því heiti hefur verið aðgengilegt frá því fyrir aldamót. Lengi vel var vefurinn hluti heimasíðu Iðunnar fræðsluseturs en er í dag sjálfstæð eining, rekinn á samstarfsvettvangi Iðunnar, Nemastofu, Rafmenntar, Verkiðnar og SI.

Markmið vefjarins er að kynna námstækifæri í iðn- verkgreinum á Íslandi, gera þær sýnilegar áhugasömum og styðja við almenna náms- og starfsfræðslu og samstarf skóla og atvinnulífs.

Áherslur vefjarins tengjast því fyrirmyndum í námi og starfi, þátttöku í keppnum og sýningum ýmiss konar auk þess að tryggja að upplýsingar um iðnnám séu réttar og aðgengilegar á einum stað.

Á vefnum er einnig verkefnabanki fyrir skóla og tenging við starfskynningar þar sem ungu fólki gefst kostur á beinni þátttöku úti á vettvangi atvinnulífsins. Kallast það „Verkin tala“ og sér Iðan um framkvæmd þess hluta. Matreiðslukeppni grunnskóla 2023 og heimsóknir grunnskólanema til Iðunnar 2024 eru nýjustu afurðir þeirrar vinnu, hið fyrrnefnda í samstarfi við Klúbb matreiðslumeistara.