Sjá verkefnið allt í viðhengi.
„Hvernig vinnustaður gæti hentað mér í framtíðinni?“
Nemendur fylgjast með degi í námi eða starfi einhvers, sem þau þekkja vel, á vinnustað viðkomandi.
Starfskynning getur í mörgum tilfellum reynst fyrstu kynni nemenda af atvinnulífinu. Jafnvel í fyrsta sinn sem nemendur velta fyrir sér ólíkum vinnustöðum, hugsa um þátttöku í atvinnulífi eða gera tilraun til að máta sig við ákveðið starfsumhverfi.