Ferilskrá – verkefni

Starf fyrir mig? – Hlutverkaleikur

Mörgum finnst erfitt að hringja og leita eftir nánari upplýsingum um starf sem hefur verið auglýst. Það getur hins vegar verið skynsamlegt, bæði til að vita meira en segir í auglýsingunni en einnig til að taka ákvörðun um hvort ástæða sé til að sækja um.

Slíkt má hins vegar æfa með hlutverkaleik þar sem nemendur skipta með sér hlutverki vinnuveitanda, umsækjanda og hlutlaus áhorfanda sem flygist með og tekur þátt í umræðu um samtalið að því loknu.

Umsókn – kynningarbréf

  1. Velja atvinnuauglýsingu í blaði eða af netinu og skrifa síðan kynningarbréf. Hámarkslengd ein A4-síða. Ef vill má þykjast vera einhver annar/önnur enda tilgangurinn eingöngu sá að þjálfast í svona skrifum.
  2. Hópumræða, 3-4 í hóp. Lesa umsóknir fyrir hina í hópnum og gera athugasemdir við umsóknirnar, hvað er gott og hvað má hugsanlega bæta?

Samantekt ferilskrár

  1. Nemendur taki saman einfalda ferilskrá eftir að hafa séð dæmi. Fram þurfa að koma upplýsingar um: Nafn:
    Heimilisfang:
    Fæðingardagur og ár:
    Sími og netfang:
    Menntun:
    Námskeið:
    Starfsreynsla/sumarstörf:
    Áhugamál:
  2. Hópumræða. Oft er farið fram á að mynd fylgi með starfsumsókn og ferilskrá. Hvers vegna skyldi það vera?

Byggt á Karriereplanleggeren