Framtíðin er rafmögnuð!

RAFMENNT hefur boðið áhugasömum grunnskólanemendum til sín í heimsóknir þar sem þau fá að prófa sig áfram í fróðlegum verkefnum á borð við að:

– lóða saman íhluti, búa til vasaljós og taka með sér heim

– tengja raflagnir; rofa í vegg og loftljós þannig að hægt sé að kveikja

– tengja einföld loftstýrikerfi sem keyrir tvo lofttjakka

– tengja saman kross- og samrofa og sjá hvernig þeir vinna saman við að kveikja og slökkva ljós

– fá innsýn í virkni framleiðslukerfa (mecatronic) róbóta, stýringu rafmótora og rafkerfa í húsum

Ef skóli hefur áhuga á verkefninu má hafa samband við Þór Pálsson framkvæmdastjóra Rafmenntar.