Veggfóðrun – dúkalögn

Veggfóðrun og dúkalögn gæti passað þeim vel sem hafa gaman af hönnun.

Starf veggfóðrara felst í að leggja ýmis konar gólfefni á gólf og stiga, veggdúka á loft og veggi auk þess að annast skrautlagnir.

Veggfóðrun og dúkalögn er löggilt iðngrein.

Nám

Um fjögur ár, þrjár annir í skóla ásamt starfsþjálfun þar sem fylgt er rafrænni ferilbók sem heldur utan um framvindu vinnustaðanámsins.

Skólar

Fróðlegt

Veggfóður var fyrst notað í Kína um 200 árum fyrir Krist!

Fáðu meiri upplýsingar um nám í Veggfóðrun – dúkalögn á heimasíðu Næsta skrefs