Í garðyrkjunámi á framhaldsskólastigi eru sex námsbrautir með áherslu á blómaskreytingar, garð- og skógarplöntur, lífræna ræktun matjurta, ylrækt, skóg og náttúru auk skrúðgarðyrkju sem er löggilt iðngrein þar sem náminu lýkur með sveinsprófi.
Nám í þessum greinum býr nemendur undir fjölbreytt störf á sviði garðyrkju, innan húss og utan.