Bifreiðasmíði

Starf bifreiðasmiða felst í að gera við og rétta bíla eftir árekstra, skipta um íhluti og breyta yfirbyggingu bíla. Líkt og í öðrum bíliðngreinum er tæknin að breyta starfinu; nú er til dæmis oftar skipt um bílhluti í stað þess að gera við þá, notuð eru önnur efni í bíla en áður og öryggiskröfur hafa aukist mikið.

Sérgreinar sem þörf verður fyrir í auknum mæli í framtíðinni tengjast sennilega málmsuðutækni, plastviðgerðum, rafmagnsviðgerðum og tölvutækni.

Bifreiðasmíði er löggilt iðngrein.

Nám

Kennt í BHS og grunnnámið víðar. Alls um þrjú og hálft ár, fimm annir í skóla ásamt starfsþjálfun þar sem fylgt er rafrænni ferilbók sem heldur utan um framvindu vinnustaðanámsins.

Fróðlegt

Fyrstu bifreiðasmiðirnir voru trésmiðir sem áður höfðu smíðað eða gert við hestvagna!

Fáðu meiri upplýsingar um nám í Bifreiðasmíði á heimasíðu Næsta skrefs