Bifvélavirkjun

Bifvélavirkjar starfa oftast á verkstæðum eða við eftirlit á bifreiðum. Verkefni bifvélavirkja tengjast því viðgerðum og viðhaldi á ökutækjum og er oft um að ræða sérhæfingu í einstaka bíltegundum eða vélarhlutum. Sérsvið í náminu tengjast rafmagni, vélum og stórum bifreiðum.

Bifvélavirkjun er löggilt iðngrein.

Nám

Um þrjú og hálft ár, fimm annir í skóla, ásamt starfsþjálfun þar sem fylgt er rafrænni ferilbók sem heldur utan um framvindu vinnustaðanámsins.

Fróðlegt

Fyrsta íslenska orðið yfir bíl var sjálfrennireið!

Fáðu meiri upplýsingar um nám í Bifvélavirkjun á heimasíðu Næsta skrefs