Garðyrkjunám

Í garðyrkjunámi á framhaldsskólastigi eru sex námsbrautir með áherslu á blómaskreytingar, garð- og skógarplöntur, lífræna ræktun matjurta, ylrækt, skóg og náttúru auk skrúðgarðyrkju sem er löggilt iðngrein þar sem náminu lýkur með sveinsprófi.

Nám í þessum greinum býr nemendur undir fjölbreytt störf á sviði garðyrkju, innan húss og utan.

    Nám

    Tveggja til fjögurra ára bóknám eftir því hvort valið er stað- eða fjarnám, auk um 60 vikna verklegs vinnustaðanáms.

    Fróðlegt

    Það eru fleiri örverur í teskeið af jarðvegi en manneskjur á jörðinni!

    Fáðu meiri upplýsingar um nám í Garðyrkjunám á heimasíðu Næsta skrefs