Gull- og silfursmíði snýst um hönnun og smíði skartgripa þar sem unnið með góðmálma og eðalsteina. Hugmyndavinna, ráðgjöf og markaðsmál eru nokkuð stór hluti vinnu gull- og silfursmiða ásamt handverkinu sjálfu; að gera við, hreinsa og smíða skartgripi.
Í starfinu er nauðsynlegt að búa yfir mikilli þekkingu á ýmsum málmum og steinum sem notaðir eru við skartgripagerð.
Gull- og silfursmíði er löggilt iðngrein.