Hljóðtækni

Hljóðmenn sinna búnaði í tengslum við hljóð- og sjónvarpsútsendingar, tónleika, upptökur og kvikmyndir. Starfsumhverfið getur verið mjög fjölbreytt svo sem við hljóðvinnslu, upptökur og útsendingar viðburða eða fyrir útvarps-, sjónvarps- og vefmiðla.

Í náminu er áhersla á upptökutækni, hljóðvinnslu og hljóðsetningu ásamt ýmsu hagnýtu sem tengist hljóði og stafrænni tækni.

Nám

Þrjár annir, 90 einingar. Ljúka þarf tveggja anna framhaldsskólanámi áður, að lágmarki 60 einingum.

Skólar

Fróðlegt

Heyrist hljóð ef tré fellur í skóginum og það er enginn nálægt?

Fáðu meiri upplýsingar um nám í Hljóðtækni á heimasíðu Næsta skrefs