Hönnun og nýsköpun

Á framhaldsskólabrautum sem tengjast hönnun og nýsköpun er áhersla á hugmyndavinnu, frumkvöðlastarf, markaðsfræði og tengingu við atvinnulífið.

Mikið er um skapandi vinnu þó áherslur, sérhæfing og val kunni að vera mismunandi eftir skólum.

Námið getur verið góður undirbúningur fyrir frekara nám í hönnun, listum, hugvísindum eða jafnvel viðskiptatengdum greinum en alltaf er mikilvægt að skipuleggja námsframvindu til stúdentsprófs með hliðsjón af aðgangsviðmiðum háskóla.

Nám

Bóklegt og verklegt nám sem lýkur með stúdentsprófi.

Fróðlegt

Sennilega þurfa að verða til 60.000 ný störf á Íslandi fram til ársins 2050!

Fáðu meiri upplýsingar um nám í Hönnun og nýsköpun á heimasíðu Næsta skrefs