Húsasmíði er fjölbreytt og spennandi starf fyrir handlagið, skapandi og framkvæmdaglatt fólk sem hefur gaman af trésmíði, inni sem úti. Húsasmiðir vinna við að byggja hús ásamt því að sinna viðhaldi og endurbyggingum, oft hjá byggingafyrirtækjum eða verkstæðum en einnig starfa margir sjálfstætt.
Í náminu er lögð áhersla á fjölbreytt smíðaverkefni á verkstæði og við innréttingar, úti- og innivinnu á byggingastað og vinnu við viðgerðir og breytingar.
Húsasmíði er löggilt iðngrein.