Helstu viðfangsefni húsgagnabólstrara eru að bólstra og klæða húsgögn, fastar innréttingar, lausa veggi og skilrúm. Einnig til dæmis sæti og innréttingar í bílum. Bólstrarar vinna aðallega á sérhæfðum verkstæðum en einnig úti á vettvangi verkefna.
Til að hefja nám í húsgagnabólstrun þarf fyrst að ljúka einnar annar grunnnámi en 20 ára og eldri með stúdentspróf geta innritast beint á brautina.
Húsgagnabólstrun er löggilt iðngrein.