Húsgagnasmíði er áhugavert starf fyrir handlagið, skapandi og hugmyndaríkt fólk sem hefur gaman að smíðavinnu.
Húsgagnasmiðir smíða húsgögn og innréttingar auk þess að sinna viðgerðum og viðhaldi á alls kyns tréhlutum.
Í náminu er áhersla lögð á fjölbreytt viðfangsefni sem tengjast smíðum og viðgerðum á húsgögnum og innréttingum. Einnig er talsvert fjallað um hönnun, efnisfræði og margskonar sérsmíði.
Húsgagnasmíði er löggilt iðngrein.