Klæðskurður og kjólasaumur eru afar áþekkar starfsgreinar þar sem sú fyrrnefnda leggur áherslu á gerð herrafatnaðar en sú síðari kvenfatnaðar. Störfin felast í ýmis konar fagvinnu á borð við sérsaum, búningasaum og sniðagerð ásamt því að veita viðskiptavinum ráðgjöf og þjónustu.
Mikilvægt er að þekkja eiginleika mismunandi efna sem notuð eru við gerð fatnaðar auk þess að hafa mismunandi saumatækni á valdi sínu.
Kjólasaumur og klæðskurður eru löggiltar iðngreinar.