Prentun

Störf prentara hafa breyst gríðarlega mikið samfara aukinni tölvutækni; margmiðlun og breyttri útgáfutækni. Prentarar vinna náið með fólki í tengdum starfsgreinum á borð við grafíska hönnuði, bókbindara og ljósmyndara til að prentun og prentgæði verði eins og til er ætlast.

Verkefni prentara eru afar fjölbreytt, allt frá prentun á umbúðum og merkimiðum til stórra upplaga bóka, blaða og tímarita.

Prentun er löggilt iðngrein.

Nám

Um þrjú ár, fjórar annir í skóla ásamt starfsþjálfun þar sem fylgt er rafrænni ferilbók sem heldur utan um framvindu vinnustaðanámsins.

Skólar

Fróðlegt

Fyrsta prentsmiðja á Íslandi var að Hólum í Hjaltadal.

Fáðu meiri upplýsingar um nám í Prentun á heimasíðu Næsta skrefs