Rafeindavirkjun

Störf rafeindavirkja tengjast oftar en ekki ýmis konar fjarskiptakerfum og tölvubúnaði auk rafeindabúnaðar bifreiða, flugvéla og skipa. Því getur starfsumhverfið verið mjög fjölbreytt og spennandi. Unnið er við hönnun, smíði og forritun rafeinda og stýrirása og mikilvægt að þekkja vel til í tölvuheimum, alls í senn; vélbúnaðar, hugbúnaðar og netbúnaðar.

Ljúka má stúdentsprófi samhliða námi á öllum rafiðnbrautum og getur slíkt nám reynst góður undirbúningur náms á háskólastigi í greinum á borð við rafiðnfræði, raftæknifræði, verkfræði, eða tölvunarfræði.

Rafeindavirkjun er löggilt iðngrein.

Nám

Um fjögur ár, tveggja ára grunnnám auk sérgreina og vinnustaðanáms.

Fróðlegt

Af hverju fá fuglar sem sitja á raflínum ekki rafstuð?!

Fáðu meiri upplýsingar um nám í Rafeindavirkjun á heimasíðu Næsta skrefs