Rafvélavirkjun

Rafvélavirkjar vinna gjarnan í margs konar iðnfyrirtækjum við uppsetningu, viðhald og viðgerðir á rafbúnaði, til dæmis vélum sem framleiða raforku. Aðallega er unnið með vélbúnað; rafmótora, rafala, stýribúnað og tölvur.

Ljúka má stúdentsprófi samhliða námi á öllum rafiðnbrautum og getur slíkt nám reynst góður undirbúningur náms á háskólastigi í greinum á borð við rafiðnfræði, raftæknifræði, verkfræði, eða tölvunarfræði.

Rafvélavirkjun er lögvernduð iðngrein.

Nám

Um fjögur ár, Tvær annir að loknu rafvirkjanámi auk starfsþjálfunar.

Skólar

Fróðlegt

Rafmagn fer um á ljóshraða, rúmlega 300.000 km á sekúndu!

Fáðu meiri upplýsingar um nám í Rafvélavirkjun á heimasíðu Næsta skrefs