Rafvirkjun

Rafmagn spilar stórt hlutverk í daglegu lífi okkar allra og erfitt að komast í gegnum daginn án rafmagnstækni. Flestir rafvirkjar starfa við að setja upp, gera við eða sinna eftirliti með rafbúnaði. Unnið er með raflagnaefni, raftæki og rafvélar ásamt stýribúnaði og forritanlegum raflagnakerfum.

Ljúka má stúdentsprófi samhliða námi á öllum rafiðnbrautum og getur slíkt nám reynst góður undirbúningur náms á háskólastigi í greinum á borð við rafiðnfræði, raftæknifræði, verkfræði, eða tölvunarfræði

Rafvirkjun er lögvernduð iðngrein.

Nám

Um fjögur ár, grunnnám og sérgreinar í skóla, ásamt starfsþjálfun þar sem fylgt er rafrænni ferilbók sem heldur utan um framvindu vinnustaðanámsins.

Fróðlegt

Thomas Edison fann upp ljósaperuna árið 1879!

Fáðu meiri upplýsingar um nám í Rafvirkjun á heimasíðu Næsta skrefs