Undanfarin 20 ár eða svo hefur stundum heyrst að skósmíði væri ein þeirra starfsgreina sem myndi hægt og rólega lognast út af. Hins vegar hefur komið í ljós að fréttir af andláti greinarinnar voru stórlega ýktar þó svo að ekki hafi verið nám í boði á Íslandi um nokkurt skeið.
Enn er talsverð eftirspurn eftir þekkingu og þjónustu skósmiða sem vinna við viðgerðir og viðhald á skóm og leðurvörum.
Skósmíði er löggilt iðngrein.