Snyrtifræði

Í vinnu snyrtifræðings er mikilvægt að geta unnið í náinni snertingu við aðra og eiga gott með mannleg samskipti.

Starfið felst í fjölbreyttum verkefnum við að hreinsa, nudda og snyrta, hvort tveggja andlit og aðra líkamshluta. Andlitsföðrun er stór hluti starfsins ásamt því að veita ráðgjöf um val á snyrtivörum og umhirðu og hreinsun húðar.

Margir snyrtifræðingar starfa í tengslum við leikhús, sjónvarp eða kvikmyndir.

Snyrtifræði er löggilt iðngrein.

Nám

Um fjögur ár nám, bóklegt og verklegt í skóla ásamt starfsþjálfun þar sem fylgt er rafrænni ferilbók sem heldur utan um framvindu vinnustaðanámsins.

Fróðlegt

Forn-Egyptar stunduðu meðal annars hárkollugerð, förðun og líkamsmálun!

Fáðu meiri upplýsingar um nám í Snyrtifræði á heimasíðu Næsta skrefs