Snyrtigreinar

Í námi í snyrtigreinum er mikil áhersla lögð á að æfa sjálfstæð, nákvæm og fagleg vinnubrögð, kenna rétta meðferð snyrtivara og áhalda auk þess að þjálfa samskiptafærni þar sem oft er unnið í mikilli nálægð við viðskiptavini. Lykilatriði í störfum í snyrtigreinum er einmitt að skilja þarfir viðskiptavina og veita þeim góða þjónustu. Alltaf má bæta við sig bóknámsgreinum og ljúka stúdentsprófi

Löggiltar snyrtigreinar eru tvær en einnig starfar fólk við margskonar greinar aðrar sem tengjast útliti og tísku. Starfsumhverfið getur verið afar fjölbreytt og lifandi hvort heldur við að þjónusta viðskiptavini eða í störfum sem tengjast sölu og ráðgjöf.

Snyrtigreinar eru spennandi kostur fyrir þá sem hafa gaman af samskiptum við aðra og eru vakandi fyrir því sem efst er á baugi; tískustraumum og stefnum, fjölbreytni og nýjungum.

Ekki að finna það sem þú ert að leita að?

Lauk sveinsprófi í veggfóðrun og dúkalögn 2023
Ingunn Björnsdóttir
Klæðskeri
Elín Pálsdóttir (2021)
Húsasmiður
Númi Kárason (2019)
Bakari
Þórey Lovísa Sigurmundsdóttir (2019)
Vél- og rafvirki - og nemi í tölvunarfræði
Daníel Guðjónsson (2022)
Grafískur miðlari
Björk Marie Villacorta (2020)