Tækniteiknun er hagnýtt nám þar sem kennt er á helstu forrit til hönnunar mannvirkja. Fjallað er um gerð teikninga og ýmiss konar hönnunarvinnu.
Námið getur verið prýðilegur grunnur bæði fyrir frekara nám á háskólastigi (að loknu viðbótarnámi til stúdentsprófs) og þátttöku á vinnumarkaði.
Tækniteiknarar starfa við teikni- og hönnunarvinnu á teiknistofum fyrirtækja, ríkisstofnana og bæjarfélaga, oft í samstarfi við verkfræðinga og arkitekta.