Af hverju ráðgjöf?
Þjónusta náms- og starfsráðgjafa er í boði við langflesta grunn-, framhalds- og háskóla og víða innan atvinnulífsins.
Upplýsingar um fjölbreytt námsframboð, vinnumarkaðinn og alls konar hagnýt atriði sem mikilvægt getur verið að vita.
Náms- og starfsráðgjafi gæti aðstoðað við að líta á málin frá öðru sjónarhorni.
“Meginmarkmið náms- og starfsráðgjafar er að efla vitund fólks um hæfileika sína, viðhorf og áhuga þannig að það geti notið sín í námi og starfi.”
Náms- og starfsráðgjöf má nálgast hjá Iðunni fræðslusetri, skólum og símenntunarstöðvum um land allt auk vefsvæðisins NæstaSkref.is.