Bendill áhugakönnun

Bendill I – IV eru áhugakannanir sem meta starfsáhuga fólks á ólíkum aldri. Niðurstöður birtast myndrænt og er ætlað að ýta undir sjálfsskilning og öflun upplýsinga um nám og störf. Eingöngu notaðar í samráði við náms- og starfsráðgjafa sem aðstoða við fyrirlögn, túlkun og næstu skref.

Auk Bendils I – IV er einfaldari útgáfa ókeypis og aðgengileg á vefsvæðinu Næstaskref.is.


  • Bendill 1 – Hannaður fyrir nemendur á lokaári grunnskóla og sýnir á hverju af sex áhugasviðum Hollands áhuginn liggur helst. Niðurstöðurnar eru bornar saman við áhuga nemenda í 10. bekk, almennt. Best að skoða fyrst hvort niðurstaðan er græn á einhverju sviðanna eða hvar hæsta talan liggur ef svo er ekki.
  • Bendill II – Hannaður fyrir fólk á framhaldsskólaldri og sýnir á hverju af sex almennum áhugasviðum starfsáhuginn liggur helst. Niðurstöður eru bornar saman við áhuga nemenda í framhaldsskóla, almennt. Auk áhugasviðanna sex er starfsáhugi brotinn niður í 28 undirsvið.
  • Bendill III – Hannaður fyrir háskólanema og sýnir á hverju af almennum áhugasviðum Hollands starfsáhuginn liggur. Auk áhugasviðanna sex samanstendur Bendill III af 27 undirsviðum sem gera kröfu um háskóla- eða framhaldsskólamenntun.