Ferilskrá – undirbúningur

Að sækja um starf

Þegar sótt er um starf þarf að útbúa umsókn og ferilskrá (sem oft er kölluð CV). Í umsókninni þarf að sannfæra vinnuveitanda um að þú sért rétta manneskjan í starfið. Koma þarf fram svolítið um þig sjálfa/n, starfsreynslu þína, áhugamál og styrkleika. Mikilvægt er að taka fram hvers vegna þú ert að sækja um nákvæmlega þetta starf og hvers vegna ástæða sé til að velja þig í starfið. Samhliða umsókninni þarf að skila inn ferilskrá þar sem finna má upplýsingar um námsferil, starfsreynslu, áhugamál og þekkingu.

Ferilskrá er listi yfir mikilvægar upplýsingar um þig hvað varðar náms og starfsferil. Vaninn er að halda slíku til haga á einum stað til að þurfa ekki gera grein fyrir því öllu þegar kemur að starfsviðtali. Ferilskráin er send með umsókninni (kynningarbréfinu).

Dæmi um ferilskrá má til dæmis finna í ritvinnsluforritum þar sem velja má úr alls konar sniðmáti. Rafræna ferilskrá er einnig að finna á íslensku og fleiri tungumálum á vef Europass.is.

Byggt á norska Karriereplanleggeren og Europass.is