VERTU STÁLSLEGIN er kynningarátak sem allir iðn- og verkmenntaskólar, þar sem málmiðngreinar eru í boði, standa saman að.

Markmiðið er að vekja athygli á þeim fjölbreyttu tækifærum sem nám í málmiðngreinum hefur upp á að bjóða.

Hvort sem stefnan er sett á krefjandi háskólanám eða frama í atvinnulífinu, þá eru námsgreinar eins og stálsmíði, rennismíði og vélvirkjun, vandað nám sem gefur nemendum góða innsýn í heim málmiðnaðarins.

Sól Goretti, einn af viðmælendum kynningarátaksins, orðaði það ágætlega, þegar hún talaði um tækifærin sem námið hefur upp á að bjóða:

„Ég er ekki bara að læra rennismíði. Ég er líka að læra
stúdentinn af því mig langar að fara í háskóla þegar
ég er búin að útskrifast. Ég ætla að læra orku- og véltæknifræði
til að byrja með og svo ætla ég að færa mig yfir í verkfræði.“