Löggiltar iðngreinar eru fjórar; bókband, ljósmyndun, prentsmíð og prentun en einnig eru í boði námsbrautir í tengdum greinum; margmiðlun, fjölmiðla-, bókasafns- og tölvutækni.
Mikilvægt er fyrir nám í þessum greinum að halda í við hina hröðu þróun nútíma fjölmiðlunar og tölvutækni en námið byggir mikið á hugmyndavinnu og hönnun þar sem nýrri tækni er beitt við framsetningu efnis og upplýsinga, miðlun þeirra, form og útlit.
Samhliða námi má alltaf bæta við einingum til stúdentsprófs en námið getur verið prýðilegur undirbúningur fyrir frekara nám á háskólastigi svo sem í listgreinum eða tæknifræði.