Hús­gagna­bólstrun

Helstu viðfangs­efni húsgagnabólstrara eru að bólstra og klæða hús­gögn, fastar inn­rétt­ingar, lausa veggi og skilrúm. Einnig til dæmis sæti og inn­rétt­ingar í bílum. Bólstrarar vinna aðallega á sérhæfðum ­verkstæðum en einnig úti á vett­vangi verk­efna. Til að hefja nám í hús­gagna­bólstrun þarf fyrst að ljúka einnar annar grunnnámi en 20 ára og eldri með stúd­ents­próf geta inn­ritast beint á brautina.

Hús­gagna­bólstrun er lög­gilt iðngrein.

Nám

Fimm annir í skóla ásamt starfsþjálfun þar sem fylgt er rafrænni ferilbók sem heldur utan um framvindu vinnustaðanámsins.

Skólar

Fróðlegt

Húsgagnabólstrari kom fyrst til Íslands árið 1918, starfaði hér í fjögur ár og kenndi fyrsta íslenska bólstranum.

Fáðu meiri upplýsingar um nám í Hús­gagna­bólstrun á heimasíðu Næsta skrefs