Múraraiðn

Múrarar vinna fjölbreytt og oft líkamlega krefjandi verkefni.
Starfið felst að miklu leyti í vinnu við nýbyggingar bæði að utan og innan.

Námið er að stórum hluta verklegt við steypuvinnu, hleðslu, múrhúðun, gólflagnir og gólfaslípun auk steinhleðslu og steinlögn inni sem úti.

Múrverk er löggilt iðngrein.

Nám

Um fjögur ár, fimm annir í skóla ásamt starfsþjálfun þar sem fylgt er rafrænni ferilbók sem heldur utan um framvindu vinnustaðanámsins.

Fróðlegt

Arnold Schwarzenegger hóf ferilinn í LA í vinnu við múrverk!

Fáðu meiri upplýsingar um nám í Múraraiðn á heimasíðu Næsta skrefs