FYRIRMYND Í FAGINU

Ólafur Magnússon (2020)

Ljósmyndari

Upplifun af námi

Það sem kom mér mest á óvart var hversu fjölbreytt námið var, yfir höfuð var kenndur góður grunnur í ljósmyndun frá kennurum sem hafa þekkingu á mismunandi sviðum í faginu. Að mínu mati er þetta mikilvægt því í þessum geira er aldrei bara ein rétt leið en frekar eru valmöguleikarnir nánast endalausir þar sem það er hægt að fanga svo margt með myndavélinni.

Að loknu námi er það þitt að ákveða hvað þú vilt gera við þennan grunn og hvernig þú nýtir þér hann í því sem þú vilt sérhæfa þig í. Það er eitt af mest krefjandi verkefnum sem maður gæti tekið að sér en sú áskorun er klárlega þess virði á endanum.

Helstu kostir við starfið

Maður er aldrei að endurtaka nákvæmlega sömu uppskriftina. VIðfangsefnið breytist á milli verkefna, stöðugt að kynnast nýju fólki og upplifa nýjar áskoranir á hverjum einasta degi. Sumum gæti fundist það hrikaleg hugmynd en það er mjög góð leið að komast út úr þægindarrammanum, þroskast og læra að vinna undir mismunandi aðstæðum.

Ástæða fyrir starfsvali

Ég hafði verið að mynda síðan ég man eftir mér en það var ekki fyrr en ég var 13 ára að ég byrjaði að uppgötva að þetta veitti mér mikla hamingju og sköpunargleðin fór alveg á fulla ferð þegar ég var með myndavélina í höndunum. Það var ekki aftur snúið þegar þetta kom í ljós og hefur margt gerst síðan þá.

Hvað hefur komið mest á óvart

Það að ég er stöðugt að læra eitthvað nýtt, þessi geiri er fljótur að þróast í nýja átt og ef maður er ekki á tánum þá er líklegt að maður missir af.

Framtíðarplön

Í augnablikinu er markmiðið mitt að geta lifað af þessum bransa, eitt stórt krefjandi verkefni en klárlega þess virði á endanum. Svo sér maður til hvert ævintýrin leiða mann, en mig langar klárlega einn daginn að flytja erlendis og stækka sjóndeildarhringinn.

Lauk námi og sveinsprófi í skrúðgarðyrkju 2024
Hrafnkell Erik Guðjónsson
Matreiðslumaður
Andrés Björgvinsson (2024)
Lauk sveinsprófi í prentsmíði í nóvember 2023
Hulda Sól (2024)
Lauk sveinsprófi í veggfóðrun og dúkalögn 2023
Ingunn Björnsdóttir (2024)
Klæðskeri
Elín Pálsdóttir (2021)
Húsasmiður
Númi Kárason (2019)
Bakari
Þórey Lovísa Sigurmundsdóttir (2019)
Vél- og rafvirki - og nemi í tölvunarfræði
Daníel Guðjónsson (2022)
Grafískur miðlari
Björk Marie Villacorta (2020)