FYRIRMYND Í FAGINU

Númi Kárason (2019)

Húsasmiður

Upplifun af námi

Mér fannst námið bæði skemmtilegt og mjög fjölbreytt, verklegi þátturinn sérstaklega. Við smíðina fær maður að samræma hendur og huga. Tækniskólinn er góður skóli, ég kynntist frábæru fólki og alveg ógleymanlegum kennurum sem vilja allt fyrir mann gera.

Helstu kostir við starfið

Helsti kosturinn við að vera smiður er fjölbreytileiki verkefnanna sem maður þarf að takast á við. Engir tveir vinnudagar eins – það hentar mér mjög vel, þoli ekki að vera alltaf að gera það sama. Einnig hef ég sérstaklega gaman að því að sjá verkefni sem ég hef klárað og skilað vel frá mér. Ég er alltaf mjög stoltur af vinnunni minni.

Ástæða fyrir starfsvali

Mig hefur alltaf langað til þess að vinna með höndunum og komst snemma að því hversu handlaginn ég er. Ég ólst upp við smíðasögur af afa mínum og hversu mikinn áhuga hann hafði á öllum mannvirkjum. Það á stóran þátt í því hversu snemma áhugi minn vaknaði fyrir smíðinni og byggingarvinnu.

Hvað hefur komið mest á óvart

Eitt af því sem kom á óvart var hversu fljótt fólk fór að leita til mín varðandi ýmis verkefni, fá ráð eða aðstoð. Það er mjög gaman að vera smiður og geta veitt fagleg ráð til allra sem leita til mín!

Framtíðarplön

Ég ákvað að halda áfram í skóla eftir sveinsprófið og byrjaði í byggingariðnfræði í Háskólanum í Reykjavík samhliða vinnu. Stefnan er að klára það nám og verð þá kominn með meistarabréfið. Eftir það langar mig að stofna mitt eigið verktakafyrirtæki og smíða mitt eigið hús.

Lauk sveinsprófi í veggfóðrun og dúkalögn 2023
Ingunn Björnsdóttir
Klæðskeri
Elín Pálsdóttir (2021)
Húsasmiður
Númi Kárason (2019)
Bakari
Þórey Lovísa Sigurmundsdóttir (2019)
Vél- og rafvirki - og nemi í tölvunarfræði
Daníel Guðjónsson (2022)
Grafískur miðlari
Björk Marie Villacorta (2020)
Nemi í bílamálun
Alexander Arason (2021)
Rafeindavirki
Ásbjörn Eðvaldsson (2019)
Snyrtifræðingur
Magnea Óskarsdóttir (2020)