FYRIRMYND Í FAGINU

Daníel Freyr Árnason (2020)

Bilgreinar

Upplifun af námi

Ég hef í raun verið viðloðandi og unnið niðri á Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur síðan ég var 14 ára. Ekki tekið námið enn en var að taka raunfærnimat hjá IÐUNNI fyrir nokkrum vikum og stefni á að taka rest í Borgó núna á næstu önn. Síðan sveinspróf um leið og ég kemst í það.

Helstu kostir við starfið

Ég get sagt að ég hafi fundið mína hillu í lífinu, þar sem að greinin er MJÖG fjölbreytt og á hverjum degi læri ég eitthvað nýtt. Hvort sem að það eru einhver trix eða einfaldlega hvernig hlutir virka eða eiga að virka.

Helstu kostir við starfið er í rauninni að ég fæ útrás fyrir þekkingarþörf og líka líkamlega útrás. Það skemmtilegasta er egó booztið sem fylgir því að koma einhverju í lag sem að virkaði ómögulegt nokkrum klukkutímum áður! Þetta er svolítið svona ávanabindandi.

Ástæða fyrir starfsvali

Einfaldlega áhugi á því hvernig hlutir virka og hvernig þeir eru smíðaðir. Svo er ég í góðri aðstöðu til að læra og vinnufélagarnir eru mjög opnir fyrir því að kenna og byggja upp þekkingu.

Hvað hefur komið mest á óvart

Hvað það er mikil fagmennska og nákvæmni sem fer í það sem flestir hugsa ekkert út í, þ.e. að bíllinn þinn virki og komi þér frá A til B. Líka að möguleikarnir fyrir bíla og búnað virðast vera endalausir og það er töff að sjá mismunandi lausnir bílaframleiðanda við sambærilegum vandamálum.

Framtíðarplön

Framtíðarplönin mín eru þau að mig langar að klára sveinspróf á næsta ári, 2021 og svo beinustu leið í meistaraskólann til þess að fá meistararéttindi. Til að vera alveg hreinskilinn þá hef ég ekkert hugsað lengra fram í tímann en það en við sjáum hvert báran ber mig :)

Matreiðslumaður
Andrés Björgvinsson (2024)
Lauk námi og sveinsprófi í skrúðgarðyrkju 2024
Hrafnkell Erik Guðjónsson
Lauk sveinsprófi í prentsmíði í nóvember 2023
Hulda Sól (2024)
Lauk sveinsprófi í veggfóðrun og dúkalögn 2023
Ingunn Björnsdóttir (2024)
Klæðskeri
Elín Pálsdóttir (2021)
Húsasmiður
Númi Kárason (2019)
Bakari
Þórey Lovísa Sigurmundsdóttir (2019)
Vél- og rafvirki - og nemi í tölvunarfræði
Daníel Guðjónsson (2022)
Grafískur miðlari
Björk Marie Villacorta (2020)