FYRIRMYND Í FAGINU

Telma Dögg Ólafsdóttir (2021)

Nemi í bókbandi

Upplifun af námi

Námið í Tækniskólanum var mjög lærdómsríkt, krefjandi og skemmtilegt. Kennararnir eru einstaklega hjálpsamir og allir afar fúsir að miðla af reynslu sinni. Á miðri vorönn 2019 lenti ég í því að skólinn varð að loka sökum heimsfaraldurs og námið breyttist í fjarnám. Kennararnir voru afar lausnamiðaðir og reyndu allt sitt besta til að gera gott úr aðstæðum og að aðstoða okkur nemendurna.

Það sem gerir iðnnám að heppilegum kosti, er hve mikil tenging er við atvinnulífið á meðan á námi stendur og nemendur því betur undirbúnir til að takast á við starfið sem er framundan.

Helstu kostir við starfið

Starfið er í senn fjölbreytt, skemmtilegt, gefandi og örvandi.

Ástæða fyrir starfsvali

Árið 2019 ákvað ég að skipta um starfsferil þar sem ég var búin að vinna á leik – og grunnskóla og var að glíma við kulnun í starfi. Það sem heillaði mig mest var að stökkva út í djúpu laugina og setjast aftur á skólabekk og læra eitthvað alveg nýtt. Bókband heillaði mig mest frá byrjun og sérstaklega það að fáir leggja þetta nám fyrir sig og miklir atvinnumöguleikar eru að námi loknu.

Hvað hefur komið mest á óvart

Hvað starfið hefur þróast í gegnum árin en samt haldið upprunalega kjarnanum líka.

Framtíðarplön

Halda áfram að vaxa og dafna í starfi. Stefnan er að ljúka sveinsprófinu og fara í framhaldi í Meistaraskóla.

Lauk námi og sveinsprófi í skrúðgarðyrkju 2024
Hrafnkell Erik Guðjónsson
Matreiðslumaður
Andrés Björgvinsson (2024)
Lauk sveinsprófi í prentsmíði í nóvember 2023
Hulda Sól (2024)
Lauk sveinsprófi í veggfóðrun og dúkalögn 2023
Ingunn Björnsdóttir (2024)
Klæðskeri
Elín Pálsdóttir (2021)
Húsasmiður
Númi Kárason (2019)
Bakari
Þórey Lovísa Sigurmundsdóttir (2019)
Vél- og rafvirki - og nemi í tölvunarfræði
Daníel Guðjónsson (2022)
Grafískur miðlari
Björk Marie Villacorta (2020)