Sigurður er veitingastjóri á Mími Restaurant. Sigurður lauk námi 2018 og var nemi á Grillinu Hótel Saga Radisson Blu.
Sigurður er veitingastjóri á Mími Restaurant. Sigurður lauk námi 2018 og var nemi á Grillinu Hótel Saga Radisson Blu.
Upplifun mín af þessu námi er ekkert nema ánægja, Það er eitt að læra og vinna við eitthvað sem maður hefur brennandi áhuga á, en það er ómetanleg reynsla sem maður öðlast í framkomu, samskiptum og hvernig eigi að tækla mismunandi verkefni.
Uppáhaldið mitt eru vaktirnar, 2-2-3. það er fátt betra en að fá heilan mánudag í frí og njóta þess. Maður öðlast gríðarlega þekkingu á bæði mat og víni. Einnig er algjör snilld að geta unnið samhliða skóla, þörfin á námslánum er ekki til staðar.
Ég kláraði stúdent árið 2014 og byrjaði að vinna á hótel Selfoss til að afla mér peninga fyrir háskóla (vissi ekki einu sinni hvað mig langaði að læra). Þegar ég tók mína fyrstu vakt vissi ég strax að ég ætti heima í þessu starfi, Ég hef alltaf haft gríðarlega mikinn áhuga á víni og mat en það var ekki fyrr en ég var búinn að vera starfandi í sex mánuði að ég komst að því að það væri hægt að læra framreiðslu. Þá var ekki aftur snúið. “Choose a job you love, and you will never have to work a day in your life”.
Matvæla og vín heimurinn er alltaf að breytast, það koma nýjungar í tækjum, tólum og aðferðum nánast á hverjum degi. Sem gerir það að verkum að maður er alltaf að læra eitthvað nýtt og afla meiri þekkingar.
Núna er ég að klára Meistaranámið, Þegar því er lokið stefni ég á að klára Sommelier-inn (vínþjóninn). Þegar því námi er lokið væri ótrúleg spennandi að flytja til útlanda, Því með þessa starfsgrein í farteskinu er hægt að fá vinnu hvar sem er í heiminum.