Búa sig undir þátttöku á EuroSkills í Graz Austurríki 2021
Búa sig undir þátttöku á EuroSkills í Graz Austurríki 2021
Maríanna Ragna: Í raun alger tilviljun að ég fór í rafvirkjunina, var í menntaskóla fyrir austan en fann mig ekki í bóklega náminu og ekki fyrr en ég fór að vinna í Álverinu að ég fór að pæla í því hvernig þetta allt virkar. Svo þegar ég var orðin þreytt á vaktavinnunni ákvað ég bara að prófa og fattaði að rafvirkjun hentaði mér alveg ótrúlega vel!
Patryk Slota: Mjög skemmtilegt, ég valdi bara það sem mér leist best á af því verklega námi sem var í boði þar sem ég bjó. Svo voru tveir vinir mínir að fara í þetta, þannig að við fórum saman og mér fannst það skemmtilegt strax á fyrstu önninni.
MR: Það held ég að sé fjölbreytnin, þú getur verið í húsarafmagni og þess háttar en líka farið út í forritun og fleira. Það finnst mér spennandi.
PS: Meira en nóg vinna í boði. Og það held ég að sé ekkert að fara að breytast. Svo er fagið alltaf að verða fjölbreyttara og fjölbreyttara.
MR: Ég er fyrst og fremst í dag mjög ánægð þó það hafi verið hálfgerð tilviljun . Þegar ég var búin að taka þessa ákvörðun og áhuginn var til staðar fór mér bara allt í einu að ganga alveg ótrúlega vel í námi. Þá var þetta bara ekkert mál.
PS: Að geta unnið með höndunum, búið til eitthvað. Mig langaði alltaf í verknám, ekki bara sitja yfir bókum allan daginn.
MR: Hvað þetta er allt saman stórt batterí, það er hægt að færa sig út í stýringar, tæknimál og alls konar, það er svo miklu meira en virðist í fyrstu á yfirborðinu þegar maður er að byrja. Rafmagnið getur verið góður grunnur fyrir mjög margt.
PS: Hvað þetta er stórt svið en ég er smám saman að átta mig á hvað mig langar að einbeita mér að. Finnst gaman að vinna í tengslum við iðnaðarrafmagn, stýringar og svoleiðis, pæla í hlutunum og sjá þá svo virka. Kannski komið mest á óvart hvað þetta getur verið spennandi og skapandi vinna.
MR: Eitthvað í sambandi við stýringar, stjórnbúnað, forritun og þannig. Mig langar að læra meira um það. En líka að verða betri í rafvirkjuninni, vita meira. Í augnablikinu veitir okkur samt ekkert af þessu ári sem við höfum til undirbúnings fyrir EuroSkills 2021!
PS: Er svo sem ekki alveg búinn að plana hvað ég vil gera eftir háskólann. Er að ráða mig í vinnu. Búinn að prófa margt en í augnablikinu bara þakklátur fyrir þetta svigrúm sem ég hef fengið frá vinnuveitendunum mínum til að undirbúa mig fyrir EuroSkills. Það er mjög lærdómsríkt ferli!