FYRIRMYND Í FAGINU

Sandra Sif Eiðsdóttir (2020)

Framreiðslumaður

Upplifun af námi

Ég byrjaði á samningi á Grillinu Hótel Sögu en þegar ég var rúmlega hálfnuð færði ég mig yfir til Fiskfélagsins , til að fá betri reynslu og meiri víðsýni yfir það hvað starfið hefur uppá að bjóða, því þetta eru tveir mjög ólíkir staðir. Svo í maí 2019 útskrifast ég úr Menntaskólanum í Kópavogi, og þar af leiðandi beint í sveinspróf. Ég starfa enn á Fiskfélaginu, þessi staður er eins og lítil fjölskylda, það er það sem ég elska við hann.

Það sem mér finnst ótrúlegt er hvað maður lærir mikið á þessum tíma. Tveir mismunandi staðir sem kenna þér mismunandi hluti, sem var meðal annars ástæðan fyrir því að ég skipti.

Helstu kostir við starfið

Þetta er mjög fjölbreytt starf og engir tveir dagar eins, sem er mikill kostur að mínu mati. Það sem gerir dagana svo mismunandi eru gestirnir sem við fáum til okkar alla daga.

Það eru einhvernveginn allar leiðir færar, hvort sem að þig langi að læra meistarann, fara í hótelstjórnun, læra “sommelier”, eða bara eitthvað allt annað. Annar kostur að mínu mati er að þetta starf kennir þér almenna þolinmæði og mannleg samskipti.

Ástæða fyrir starfsvali

Pabbi minn er kokkur og á fyrirtæki heima á Sauðárkróki og ég hef þjónað fyrir hann í veislum síðan ég man ekki einu sinni hvenær, og það kveikti svolítið í áhuganum hjá mér. Ég kláraði stúdentinn á Króknum í FNV, svo vissi ég bara ekkert hvað ég ætlaði að gera, þar til pabbi stakk uppá því að fara og læra þjóninn.

Hvað hefur komið mest á óvart

Það sem hefur komið mest á óvart er að ég hélt að ég vissi svona nokkurnvegin hvað ég væri að koma mér út í, en komst svo að því að þetta nám er miklu fjölbreyttara en ég hélt. Þetta er svo miklu meira en að halda bara á diskum og hella víni. Verklegu tímarnir í skólanum kenna manni allskonar hluti sem maður sér ekki lengur hérlendis í starfinu en tekur meira eftir erlendis, þannig að það er alveg verið að undirbúa okkur til að fara út og takast á við ný verkefni þar.

Framtíðarplön

Það eru engin plön sem liggja fyrir eins og staðan er núna, veit þó að mig langar að gera eitthvað meira í framtíðinni, hvort sem það sé að fara í meistarann eða út að læra eitthvað ennþá meira, sjáum bara til hvað framtíðin ber í skauti sér. Það eru allir vegir opnir.

Lauk námi og sveinsprófi í skrúðgarðyrkju 2024
Hrafnkell Erik Guðjónsson
Matreiðslumaður
Andrés Björgvinsson (2024)
Lauk sveinsprófi í prentsmíði í nóvember 2023
Hulda Sól (2024)
Lauk sveinsprófi í veggfóðrun og dúkalögn 2023
Ingunn Björnsdóttir (2024)
Klæðskeri
Elín Pálsdóttir (2021)
Húsasmiður
Númi Kárason (2019)
Bakari
Þórey Lovísa Sigurmundsdóttir (2019)
Vél- og rafvirki - og nemi í tölvunarfræði
Daníel Guðjónsson (2022)
Grafískur miðlari
Björk Marie Villacorta (2020)