FYRIRMYND Í FAGINU

Þórey Lovísa Sigurmundsdóttir (2019)

Bakari

Upplifun af námi

Núna í nóvember 2019 er eitt og hálft ár síðan ég útskrifaðist. Starfa raunar enn á staðnum þar sem ég var í náminu, Sandholt Reykjavík. Og er líka í meistaraskólanum.

Það sem stóð upp úr í náminu var að sjá framfarirnar. Að líta til baka eftir hvert ár og átta sig á hvað maður er búin að læra mikið. Fyrstu dagana vissi ég varla hvað súkkulaði er en núna er staðan allt önnur, ég veit hvernig á að fara með vöruna og bara skil hlutina, það hefur mesta þýðingu fyrir mig.

Helstu kostir við starfið

Starfið er mjög fjölbreytt og margt í boði, hægt að vinna í bakaríi, á hótelum, hjá birgjum eða til dæmis bæta við sig kökugerð. Bæði fjölbreytt verkefni og möguleikar.

Svo finnst mér vinnutíminn eiginlega kostur, er oft búin mjög snemma og hef þá allan daginn. Svoleiðis passar mér, er ekki endilega þessi 9-5 týpa þó það sé kannski hollara en næturvaktirnar.

Ástæða fyrir starfsvali

Ég ákvað snemma að fara í námið því mér fannst bóknám frekar leiðinlegt, réð alveg við það en fannst það bara aldrei nógu gaman. Þannig að ég vildi gera eitthvað verklegt og eftir að hafa velt fyrir mér kostum og göllum varð bakarinn fyrir valinu.

Bæði er alltaf líklegt að fá starf en svo er líka bara gaman að baka og búa eitthvað til. Ég man að í heimilisfræði í grunnskóla fannst mér kennarinn alltaf vera að skamma mig fyrir að klúðra einhverju þegar ég var að reyna að gera hlutina betur og öðruvísi, skapa eitthvað nýtt. Það er svo mikið ástríða í því.

Mér fannst ekki erfitt að taka þessa ákvörðun því þetta snýst um mig og hvað mér finnst skemmtilegt. Mottóið er eiginlega að vera ekki að elta aðra. Á endanum snýst þetta um þína hamingju.

Hvað hefur komið mest á óvart

Þegar ég byrjaði langaði mig í öruggan starfsferil tengt áhugamálunum en það sem kom mest á óvart var að vinna með fólki frá öðrum löndum og upplifa hvernig þau voru að nýta menntunina með því að ferðast um heiminn og vinna. Bakstur er náttúrlega ekki bara á Íslandi, þú getur farið út í heim, bæði í skóla og safnað reynslu með því að vinna á nýjum stöðum. Þegar ég fattaði þetta þá kviknaði loginn.

Framtíðarplön

Þau eru að fara út og vinna. Það var alltaf draumurinn áður en ég byrjaði í náminu og það hefur bara aukist. Að ferðast um heiminn, vinna á nýjum stöðum, upplifa nýja hluti, skoða og læra. Það finnst mér mjög spennandi.

Lauk námi og sveinsprófi í skrúðgarðyrkju 2024
Hrafnkell Erik Guðjónsson
Matreiðslumaður
Andrés Björgvinsson (2024)
Lauk sveinsprófi í prentsmíði í nóvember 2023
Hulda Sól (2024)
Lauk sveinsprófi í veggfóðrun og dúkalögn 2023
Ingunn Björnsdóttir (2024)
Klæðskeri
Elín Pálsdóttir (2021)
Húsasmiður
Númi Kárason (2019)
Bakari
Þórey Lovísa Sigurmundsdóttir (2019)
Vél- og rafvirki - og nemi í tölvunarfræði
Daníel Guðjónsson (2022)
Grafískur miðlari
Björk Marie Villacorta (2020)