FYRIRMYND Í FAGINU

Ingunn Björnsdóttir (2024)

Lauk sveinsprófi í veggfóðrun og dúkalögn 2023

Upplifun af námi

Ég byrjaði í grunnnámi bygginga – og mannvirkjagreina og leist bara strax svo vel á. Námið var skemmtilegt og gaman að vinna verkefnin. Þau krefjast vandvirkni og það var áhugavert að reyna sig við mismunandi viðfangsefni.

Helstu kostir við starfið

Það er kostur að vera ekki alltaf á sama stað heldur krefst vinnan þess að maður sé á mörgum stöðum og verkefnin eru að sama skapi afar fjölbreytt. Það er gaman að sjá afraksturinn að verki loknu, til dæmis þegar búið er að veggfóðra heilan vegg. Mér finnst þægilegt að vinna vinnuna mína og geta hlustað á podcast í leiðinni því það truflar ekkert það sem ég er að gera.

Ástæða fyrir starfsvali

Áður en ég byrjaði í grunndeildinni vissi ég ekki mikið um þetta starf en þegar ég kynntist þessari iðngrein fannst mér hún mjög spennandi. Ég þekkti engan fyrir á þessum starfsvettvangi og leist bara vel á. Ég er mjög ánægð með þetta starfsval.

Hvað hefur komið mest á óvart

Það kom mér á óvart hvað það þarf mikið að pæla í heildarmyndinni áður en maður setur veggfóður á vegg eða leggur gólfefni.

Framtíðarplön

Ég er að plana að fara aftur í skóla og klára stúdentinn og vinna kannski með við veggfóðrun og dúkalögn. Svo ætla ég að halda áfram í þessu starfi. Ég er ung og hef nýlokið sveinsprófinu og það er aldrei að vita hvað maður gerir í framtíðinni.

Lauk námi og sveinsprófi í skrúðgarðyrkju 2024
Hrafnkell Erik Guðjónsson
Matreiðslumaður
Andrés Björgvinsson (2024)
Lauk sveinsprófi í prentsmíði í nóvember 2023
Hulda Sól (2024)
Lauk sveinsprófi í veggfóðrun og dúkalögn 2023
Ingunn Björnsdóttir (2024)
Klæðskeri
Elín Pálsdóttir (2021)
Húsasmiður
Númi Kárason (2019)
Bakari
Þórey Lovísa Sigurmundsdóttir (2019)
Vél- og rafvirki - og nemi í tölvunarfræði
Daníel Guðjónsson (2022)
Grafískur miðlari
Björk Marie Villacorta (2020)