FYRIRMYND Í FAGINU

Anna Kristín Semey (2021)

Nemi í málaraiðn

Upplifun af námi

Hún er bara mjög góð, mjög gaman að vera í verklegu námi. Ég var í Háskólanum áður og fannst það ekki henta en og um leið og ég fór í námið hérna fékk ég strax alveg ótrúlega mikinn áhuga. Það er líka gaman að kynnast alls konar fólki, alveg frá 15 ára og upp úr, með mismunandi bakgrunn. Ég hef líka mjög gaman að því að vinna með höndunum, nokkuð sem ég vissi ekkert fyrr en ég kom í þennan skóla. Um leið og ég byrjaði – bara að slípa plötur, ég hef ógeðslega gaman að því en datt það ekkert í hug áður. Um leið og ég fór að vinna og mála og pæla í litum þá var þetta algerlega mín deild.

Helstu kostir við starfið

Ég hef rosalega gaman að því að sjá ferlið sem felst í að laga hluti, eins og að gera lakkplötur. Ég hafði aldrei lakkað áður, bara að fá innsýn í þennan heim sem ég hef aldrei unnið í áður. Um leið sé ég tilgang í að vera í námi. Til dæmis grunnteikning og svoleiðis, þar sérðu rýmið fyrir þér, teiknar það upp frá mismunandi hliðum. Og líka litafræðin. Ég hef mjög mikla tengingu við liti, bara svona tilfinningalega og er mjög nákvæm þegar kemur að litablöndum og slíku. Svo magnast erfiðleikastigið, verkefni verða meira krefjandi og reyna þá miklu meira á, í stað þess að gera alltaf sömu einhæfu verkefnin eins og í bóklega náminu – svara bara spurningum, senda inn og læra ekkert á því. Þegar ég er að gera eitthvað í höndunum sé ég hlutina miklu betur fyrir mér eins og ef ég væri að vinna sem málari.

Ástæða fyrir starfsvali

Ég og kærastinn fórum bara allt í einu að tala um iðnnám og svo fór ég inn á síðu Tækniskólans og hugsaði að ég ætti kannski bara að prófa að fara aftur í nám – var búin að vera í Háskólanum í eitt ár – og svo eiginlega bara að vinna, nýflutt til Reykjavíkur og vissi ekki alveg hvað ég ætlaði að gera. En svo þegar við byrjuðum að tala um þetta hugsaði ég „Já, ég gæti alveg séð mig fyrir mér sem málari.“ Þetta er rosalega listrænt sem höfðar mikið til mín. Mér finnst bara geggjað að hafa tekið þessa ákvörðun.

Hvað hefur komið mest á óvart

Hvað þetta er miklu meira verklegt en það sem ég hef áður kynnst. Sem er gott því ég á mjög erfitt með að sitja á fyrirlestrum kannski átta tíma á dag. Ég bara get það ekki. Einbeitingin verður miklu meiri þegar ég fæ að gera hlutina í höndunum. Og það verður miklu meiri áhugi þegar ég er að skrásetja hvað ég þarf að gera, skipuleggja mig og þetta er bara mjög góður inngangur að iðninni sjálfri.

Framtíðarplön

Ég ætla að fara í meistarann. Fékk styrk frá Kviku banka og ætla að nota hann og fara beint í meistarann eftir sveinsprófið. Það er bara mjög, mjög skýrt. Er búin að vera að fylgjast með fullt af öðrum málurum á Instagram og pæla í hvað mig langar að gera og svoleiðis. Ég er bara alveg uppi í stjörnunum í hausum á mér þegar ég hugsa um það.

Lauk námi og sveinsprófi í skrúðgarðyrkju 2024
Hrafnkell Erik Guðjónsson
Matreiðslumaður
Andrés Björgvinsson (2024)
Lauk sveinsprófi í prentsmíði í nóvember 2023
Hulda Sól (2024)
Lauk sveinsprófi í veggfóðrun og dúkalögn 2023
Ingunn Björnsdóttir (2024)
Klæðskeri
Elín Pálsdóttir (2021)
Húsasmiður
Númi Kárason (2019)
Bakari
Þórey Lovísa Sigurmundsdóttir (2019)
Vél- og rafvirki - og nemi í tölvunarfræði
Daníel Guðjónsson (2022)
Grafískur miðlari
Björk Marie Villacorta (2020)